Heim 2. tbl 2021 Hilmar og föruneyti mætt í alpagreinaþorpið í Peking

Hilmar og föruneyti mætt í alpagreinaþorpið í Peking

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar og föruneyti mætt í alpagreinaþorpið í Peking
0
929

Myndarlegu ferðalagi frá Íslandi til Peking er nú lokið og íslenski hópurinn kominn í Yanqing þorpið þar sem keppendur í alpagreinum á Vetrar Paralympics dvelja. Þorpið er rúma 100 kílómetra frá höfuðborginni Peking.

Hópurinn fór í gegnum París og þaðan beina leið til Peking. Enginn verður óbarinn biskup og smávegis af farangri hópsins skilaði sér ekki á áfangastað en heimamenn eru með málið á sinni könnu og von á restinni af farangrinum í þorpið í dag.Eins og áður hefur komið fram er Hilmar Snær Örvarsson eini keppandi Íslands á leikunum en hann keppir í stórsvigi 10. mars og svigi 12. mars. Allir fremstu skíðamenn heims eru mættir við leikana en stríðsrekstur Rússa í Úkraínu hefur sett mikinn svip á andrúmsloftið. 

Heimasíða leikanna hjá IPC 

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…