Heim 2. tbl 2019 IDEAL-verkefnið á Íslandi

IDEAL-verkefnið á Íslandi

6 min read
Slökkt á athugasemdum við IDEAL-verkefnið á Íslandi
0
1,234

Undanfarin misseri hefur ÍF í samstarfi við íþróttadeild Háskólans í Reykjavík (HR) verið hluti af stóru samevrópsku verkefni styrkt af Erasmus-sjóðnum. Markmið verkefnisins eykur á einn eða annan hátt vitund og þátttöku einstaklinga með þroskahömlun og einhverfu í íþróttum og hreyfingu. 

IDEAL stendur fyrir Intellectual Disability and Equal opportunities for Active and Long term participations in sport, sem mætti segja á íslensku væri „virk og jöfn þátttaka í íþróttum til langframa fyrir einstaklinga með þroskahömlun.“ 

Háskóli í Belgíu, KU Leuven, stýrir verkefninu og fær með sér aðra háskóla og stofnanir frá Englandi, Spáni, Svíþjóð, Póllandi og Íslandi ásamt því að IPC og Virtus (áður INAS) taka þátt.

Í byrjun verkefnisins var farið í að fá mynd af því hvernig íþróttastarfi fyrir einstaklinga með þroskahömlun væri háttað í þátttökulöndunum og var jöfn áhersla lögð á hvernig nýliðun sem og afreksíþróttastarfi væri háttað. Það kom strax í ljós að skipulagið var mjög misjafnt eftir löndum. Í sumum löndum virðast mismunandi samtök og stofnanir sem sjá um íþróttir og hreyfingu fyrir þroskahamlaða reyni að vinna hver gegn annarri sem gerir það að verkum að íþróttamenn með þroskahömlun fá alls ekki boð um öll tækifæri sem í boði eru. Það kom líka í ljós að á Íslandi virðist skipulagið vera einfaldast og skilvirkast og áhugi virðist vera til að kynna þetta skipulag erlendis. (Sjá PDF skjal Iceland Infographic, nota mynd af bls 3)

Löndin, að frumkvæði bresks háskóla, unnu svo kennsluefni til handa þjálfurum sem hafa hug á eða vinna með íþróttafólki með þroskahömlun og einhverfu. Kennsluefnið er sérsniðið handa þjálfurum sem eru nú þegar að þjálfa en vantar hugsanlega nýjar leiðir til að takast á við þau verkefni sem geta komið upp þegar einn eða fleiri þátttakendur eru með þroskaskerðingu eða einhverfu. Efnið verður gefið út á ensku til að byrja með í byrjun árs 2020. Í tengslum við þetta verkefni er Elín Lára Reynisdóttir, nemandi í HR, að gera kennslumyndbönd ætluð sundþjálfurum og kennurum sem eru að vinna með ungum einstaklingum með þroskahömlun og einhverfu.

Til þess að reyna að auka hreyfingu og íþróttaþátttöku einstaklinga með þroskahömlun og einhverfu þá skipuleggja allir aðilar viðburði í sínu landi. Hver þjóð notar sína sérþekkingu til að skipuleggja viðburði. Til dæmis eru viðburðir tengdir körfubolta á Spáni, frjálsum íþróttum í Belgíu, skíðum í Svíþjóð og sundi á Íslandi. Meistaranemi í HR, Guðmunda Stefanía Gestsdóttir, sér um þann hluta verkefnisins fyrir Ísland. Verkefni hennar er bæði fræðilegt og verklegt og nálgast hún verkefnið út frá þörfum og getu einstaklinga með þroskahömlun og einhverfu sem vilja nota sundlaugar til hreyfingar. Fjórir staðir urðu fyrir valinu þar sem grunnskólabörnum með þroskahömlun og/eða einhverfu var boðið á sundkynningar í Reykjavík, Reykjanesbæ, Selfossi og Hafnarfirði. Mæting var með hóflegra móti en stefnt er að því að halda IDEAL-sunddaginn aftur á haustönn 2020 og eru allir áhugasamir hvattir til þess að vera vakandi fyrir verkefninu.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…