Heim 2. tbl 2019 Kristinn Vagnsson stefnir á „Vasa Open“ 90 km skíðagöngu í febrúar á skíðagöngustól

Kristinn Vagnsson stefnir á „Vasa Open“ 90 km skíðagöngu í febrúar á skíðagöngustól

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Kristinn Vagnsson stefnir á „Vasa Open“ 90 km skíðagöngu í febrúar á skíðagöngustól
0
1,444

Skíðagöngustóll Kristins Vagnssonar vakti mikla athygli á Paralympic-daginn en Kristinn stefnir á keppni erlendis og það verður spennandi að fylgjast með honum. 

Þessi sleði getur nýst bæði sem tæki á hjólum og skíðum. Kristinn sagðist hafa skoðað búnað á Netinu og tók ákvörðun um að velja stól frá Paul Speight hjá Spokes´n Motion í Denver sem er skemmtileg tilviljun þar sem Paul  hefur verið sérstakur ráðgjafi ÍF gegnum árin vegna tækjakaupa. Þegar haft var samband við Paul vegna þessa sagði hann að stóllinn sem hannaður var sérstaklega fyrir og í samráði við Kristin væri að ýmsu leyti mjög sérstakur. Paul var glaður að heyra að stóllinn hafi verið kynntur og vakið athygli á Íslandi og bauðst til að veita ráðgjöf og aðstoða þá sem hafa áhuga á að kaupa búnað. Margir skíðagöngumenn og -konur úr röðum fatlaðra æfa og keppa einnig í handahjólreiðum eða hjólastólaakstri og dæmi eru um einstaklinga í allra fremstu röð í heiminum í sumar- og vetrargreinum. 

Nýjustu fréttir af Kristni skíðagöngumanni eru að hann var að koma úr fimm daga æfingabúðum í Trysil Norge með æfinga- og tækniþjálfara og nú tekur við þjálfun hjá einkaþjálfara hjá Rebook fram að fyrstu keppninni sem er 43 km ganga í Dolominelauf  í Austuríki 15. janúar 2020. Viku seinna er stefnt á 70 km göngu í Marcelonga í Bolzano í Suður-Týról. Þann 24. febrúar 2020 stefnir Kristinn á 90 km göngu en hann tekur þá þátt í Vasagöngunni, „Open Vasa“ sem fer fram í Smálöndunum norður af Stokkhólmi. Eftir það er stefnt á ýmis minni mót þar sem keppt er í 40 km göngu. 

Á meðan ekki er snjór og lokað í Bláfjöllum notar Kristinn hjólaskíðin og þjálfar á þeim þrisvar til fjórum sinnum í viku auk einkaþjálfunar þrisvar í viku. 

ÍF óskar Kristni góðs gengis á mótum vetrarins og enn fremur til hamingju með að ryðja brautina fyrir aðra sem áhuga hafa á skíðagöngu en geta ekki notað hefðbundinn búnað.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…