Heim 2. tbl 2020 Hverjir komast til Tokyo?
 – Verkefni ársins 2021 hjá íslensku afreksfólki


Hverjir komast til Tokyo?
 – Verkefni ársins 2021 hjá íslensku afreksfólki


10 min read
Slökkt á athugasemdum við Hverjir komast til Tokyo?
 – Verkefni ársins 2021 hjá íslensku afreksfólki

0
1,626

Paralympics í Tokyo 2020 var frestað snemma árs til ágústmánaðar 2021 sökum heimsfaraldurs COVID-19. Afreksíþróttafólk um heim allan hefur ekki farið varhluta af þeim röskunum sem faraldurinn hefur haft í för með sér og enn ríkir umtalsverð óvissa um verkefnastöðu ársins 2021. Það hyllir undir almenna bólusetningu víðast hvar og standa því vonir til að sem flest verkefni á komandi ári geti farið fram með góðu móti. Hér að neðan skoðum við þau verkefni sem afrekshópur ÍF er með á teikniborðinu á komandi ári sem liður í undirbúningi fyrir Tokyo og önnur stórmót sem á dagskránni eru.

Frjálsar íþróttir
Verkefni ársins 2021 eru klár og þar ber hæst Evrópumeistaramótið í Póllandi 1.-5. júní og svo að sjálfsögðu Paralympics í Tokyo. Í undirbúningi sínum mun afreksfólkið okkar í frjálsum m.a. taka þátt í Grand Prix mótaröð Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC-Athletics). Strax í febrúarmánuði er Grand Prix mót í Dubai og annað á Ítalíu í apríl. Í maímánuði er Grand Prix mót í París og Nottwil og hefur frjálsíþróttanefnd ÍF í samstarfi við afrekssvið og yfirmenn landsliðsmála hjá sambandinu lagt drög að keppnisdagskrá komandi árs. Tvö úr þessum hópi þurfa á flokkun að halda fyrir EM og þarf það að fara fram eigi síðar en í apríl.  Ef allt gengur eftir og hægt að komast hjá frestunum vegna COVID-19 gæti orðið nokkuð annasamt hjá frjálsíþróttafólkinu framan af ári.

Afrekshópur Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum 2020:
Helgi Sveinsson, Patrekur Andrés Axelsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Hulda Sigurjónsdóttir, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir.

Afrekshópur Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum 2020:
Helgi Sveinsson, Patrekur Andrés Axelsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Hulda Sigurjónsdóttir, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir.

Handahjólreiðar
Arna Sigríður Albertsdóttir hjólreiðakona er einn af sendiherrum Toyota og hefur stefnt að þátttöku á Paralympics í Tokyo um árabil. Stóra verkefni ársins 2021 að frátöldum Paralympics er heimsmeistaramótið í götuhjólreiðum í Portúgal í júnímánuði.Skíðaíþróttir
Hilmar Snær Örvarsson stefnir hátt þetta tímabilið en eftir sigur á Evrópumótaröðinni í byrjun þessa árs er markmiðið frekari landvinningar og nú á heimsbikarmótaröðinni. Því miður hefur þegar verið frestað heimsmeistaramótinu sem átti að fara fram í Lillehammer í febrúar og því ljóst að heimsmeistarar verður ekki krýndir þetta árið. HM er þó eina mótið sem hefur verið slegið á frest og mörg mót innan heims- og Evrópumótaraðarinnar eru enn á dagskrá. Hilmar stefnir að því að hefja árið í Sviss í lok janúarmánaðar en annars er árið 2021 stór liður í undirbúningi fyrir Vetrar Paralympics sem fram fara í Peking í Kína árið 2022.

inn af fremstu bogfimimönnum þjóðarin

Bogfimi
Þorsteinn Halldórsson bogfimimaður var fulltrúi Íslands á Paralympics 2016 í Ríó de Janeiro. Eins og sakir standa er hann ekki kominn með farseðilinn til Tokyo í hendurnar en þó eru enn mót eftir þar sem það gæti gerst. Í lok aprílmánaðar næsta árs fer Evrópumeistaramótið fram á Ítalíu en þar verða í boði sæti til Tokyo. Einnig verður væntanlega mót í Tékklandi í sumarbyrjun þar sem seinustu sætunum verður úthlutað. Þorsteinn á ennþá raunhæfa möguleika á að komast á sína aðra leika í röð enda einn af fremstu bogfimimönnum þjóðarinnar.

nar. 

Borðtennis
Hákon Atli Bjarkason er tiltölulega nýmættur inn á afrekssviðið í borðtennis en útséð er með að sæti á Paralympics hefst ekki að þessu sinni. Hákon hefur þegar sett stefnuna á París 2024 en mun freista þess að taka þátt í mótum næsta árs en í augnablikinu er enn beðið eftir verkefnalista ITTF fyrir árið 2021. 

Sund
Þegar þetta er ritað hefur enn ekki tekist að birta heildstæða mynd af verkefnalista Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) í sundi. Mótaröð IPC er Grand Prix mótaröðin og jafnan hafa íslenskir keppendur látið að sér kveða á mótaröðinni þegar hún hefur farið fram í Sheffield á Englandi, Berlín í Þýskalandi og víðar. Vitað er að á dagskrá er Evrópumeistaramótið í sundi sem verður stærsta sundmót ársins í aðdraganda Paralympics í Tokyo. Eins og sakir standa í dag eru horfur á því að flest verkefni íslenskra sundmanna verði hérlendis framan af ári. ÍF mun vitaskuld flytja tíðindi af mótaröð IPC eins fljótt og auðið er en um þessar mundir eru íslenskir afrekssundmenn með stefnuna á EM í Portúgal sem fram fer í Madeira dagana 16.-22. maí. Ljóst er að keppendur í afrekshópi íslenskra sundmanna þurfa sumir hverjir að fara til flokkunar sem er mjög algengur þáttur í íþróttaiðkun fatlaðra afreksmanna og enn ekki útséð heldur með hvort og þá hvenær flokkanir geta farið fram. Áhugasamir um EM í Madeira geta kynnt sér mótið nánar hér: https://www.paralympic.org/madeira-2020 Afrekshópur Íþróttasambands fatlaðra í sundi 2020 skipa eftirtaldir íþróttamenn:
Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir, Þórey Ísafold Magnúsdóttir, Már Gunnarsson, Róbert Ísak Jónsson, Hjörtur Már Ingvarsson og Guðfinnur Karlsson.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…