
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings hafnaði í dag í 21. sæti í stórsvigi á heimsmeistaramóti IPC í Lillehammer. Hilmar var í 20. sæti eftir fyrri ferð dagsins en lauk keppni í 21. sæti.
Að lokinni fyrri ferð var Hilmar í 20. sæti þegar hann kom í mark á tímanum 1.10.55mín en í seinni ferðinni var hann 1:17.27 mín og lauk keppni í 21. sæti á samanlögðum tíma 2:27.82 mín. Rússinn Aleksei Bugaev var sigurvegari dagsins á 2:15.04 mín. en eins og margir kannski þekkja þá keppir hann ekki fyrir sitt þjóðland heldur fyrir sitt sérsamband í ljósi refsinga sem Rússar eru að taka út vegna svindlmála tengdum lyfjamisnotkunum á Vetrarleikunum 2014 í Sochi.
Aðstæður í dag voru nokkuð krefjandi í seinni ferð dagsins en þá gerði talsverða ofankomu og skyggni var takmarkað en nú tekur við hvíld á morgun hjá Hilmari og svo á föstudag er lokakeppnisdagur hans þegar keppni í svigi fer fram.
Hér er hægt að horfa á stórsvigskeppni dagsins í dag
