
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson heldur til Malbun í Liechtenstein um helgina en dagana 9.-12. mars fer fram landsmót Liechtenstein í svigi og stórsvigi sem og lokamót Evrópumótaraðarinnar í alpagreinum. Umtalsvert af verkefnum hefur verið slegið á frest eða endanlega blásin af síðustu misseri vegna heimsfaraldurs COVID-19 svo líklegt má telja að mótið sem hefst í byrjun næstu viku verði það síðasta hjá Hilmari á þessu keppnistímabili. Næsta keppnistímabil sem hefst núna í haust verður risavaxið en þá verða bæði heimsmeistaramót og Vetrar-Paralympics á dagskránni.