Heim 2. tbl 2019 Heimsmeistaramótin í London og Dúbaí — Már kom heim með brons af HM

Heimsmeistaramótin í London og Dúbaí — Már kom heim með brons af HM

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Heimsmeistaramótin í London og Dúbaí — Már kom heim með brons af HM
0
899

Ísland sendi alls níu keppendur á heimsmeistaramótin í sundi og frjálsum þetta árið. Sex keppendur tóku þátt fyrir Íslands hönd á HM í sundi í London þar sem Már Gunnarsson vann til bronsverðlauna. Þrír íslenskir fulltrúar kepptu svo á HM í frjálsum sem fram fór í Dúbaí.

Óhætt er að segja að sundmaðurinn Már Gunnarsson, ÍRB, hafi farið á kostum í London en þar setti hann alls tíu Íslandsmet og vann til bronsverðlauna í 100 m baksundi á tímanum 1:10,43 mín. Magnaður árangur hjá Má sem hefur átt risastórt og öflugt sundár 2019. Aðrir sundmenn Íslands í London voru Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður, Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, Guðfinnur Karlsson, Fjörður, og Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður. Af þessum sex sundmönnum voru Már og Thelma Björg þau einu sem náðu inn í úrslit en þess má geta að af öllum Norðurlöndunum var Ísland með fjölmennasta keppnishópinn og eina Norðurlandaþjóðin sem vann til verðlauna á HM þetta árið.

Í nóvembermánuði lauk svo HM-árinu þegar heimsmeistaramótið í frjálsum fór fram í Dúbaí. Ísland sendi þrjár valkyrjur til keppni en það voru þær Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann, Stefanía Daney Guðmundsdóttir, KFA/Eik, og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR. Bergrún, ein íslenskra keppenda, komst í úrslit í sinni grein þegar hún keppti í langstökki og hafnaði þar í fimmta sæti á nýju persónulegu meti þegar hún stökk 4,27 metra í flokki T37. Þá bætti Stefanía sig einnig þar sem hún náði sínum besta árangri á stórmóti er hún stökk 4,81 metra í langstökkskeppni T20. Hulda kastaði lengst 9,61 metra í kúlunni og komst því ekki í átta manna úrslit greinarinnar.

Að loknum heimsmeistaramótum ársins er ljóst að enginn íþróttamaður frá Íslandi hefur tryggt sér öruggt þátttökusæti á Paralympics í Tókýó 2020. Gull- og silfurverðlaunahafar á HM í sundi fá keppnisrétt í Tókýó og 1.-4. sæti á HM í frjálsum fá slíkt hið sama. Íslenska afreksfólkið má því enn berjast um sætin, skerpa á lágmörkum sínum og halda ótrautt áfram í baráttunni uns það skýrist hverjir verði endanlegir fulltrúar Íslands á Paralympics í Tókýó 2020.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…