Heim 2. tbl 2019 Bergrún heimsmeistari ungmenna í langstökki

Bergrún heimsmeistari ungmenna í langstökki

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Bergrún heimsmeistari ungmenna í langstökki
0
480

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá ÍR varð í sumar heimsmeistari ungmenna í langstökki á HM U20 og U17 sem fram fór í Nottwil í Sviss.

Bergrún keppir í flokki T/F 37 og stökk 4,12 metra í U20-flokki sem dugði henni til heimsmeistaratitils! Frábær árangur hjá þessari öflugu frjálsíþróttakonu sem síðar fór á HM fullorðinna í nóvembermánuði og bætti þar um betur þegar hún stökk 4,26 metra. 

Bergrún lét sér ekki nægja sigur í langstökki í Sviss því hún vann einnig spjótkastkeppnina þar sem hún kastaði spjótinu 23,08 metra. Þá hafnaði hún í 5. sæti í 200 m hlaupi og 4. sæti í 100 m hlaupi.

Hafliði Hafþórsson fór til flokkunar við mótið en keppti ekki og þá tók Erlingur Ísar Viðarsson frá FH einnig þátt í U20-keppninni og varð átjándi í 100 m hlaupi, í 20. sæti í 200 m hlaupi og hafnaði í 7. sæti í langstökki með stökki upp á 3,86 metra.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…