Heim 2. tbl 2019 Bergrún heimsmeistari ungmenna í langstökki

Bergrún heimsmeistari ungmenna í langstökki

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Bergrún heimsmeistari ungmenna í langstökki
0
1,251

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá ÍR varð í sumar heimsmeistari ungmenna í langstökki á HM U20 og U17 sem fram fór í Nottwil í Sviss.

Bergrún keppir í flokki T/F 37 og stökk 4,12 metra í U20-flokki sem dugði henni til heimsmeistaratitils! Frábær árangur hjá þessari öflugu frjálsíþróttakonu sem síðar fór á HM fullorðinna í nóvembermánuði og bætti þar um betur þegar hún stökk 4,26 metra. 

Bergrún lét sér ekki nægja sigur í langstökki í Sviss því hún vann einnig spjótkastkeppnina þar sem hún kastaði spjótinu 23,08 metra. Þá hafnaði hún í 5. sæti í 200 m hlaupi og 4. sæti í 100 m hlaupi.

Hafliði Hafþórsson fór til flokkunar við mótið en keppti ekki og þá tók Erlingur Ísar Viðarsson frá FH einnig þátt í U20-keppninni og varð átjándi í 100 m hlaupi, í 20. sæti í 200 m hlaupi og hafnaði í 7. sæti í langstökki með stökki upp á 3,86 metra.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…