Heim 2. tbl 2023 Hefur þú áhuga á að prófa hjólastólarugby?

Hefur þú áhuga á að prófa hjólastólarugby?

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Hefur þú áhuga á að prófa hjólastólarugby?
0
610

Alla sunnudaga í nóvember verður boðið uppá kynningu á íþróttum fyrir hreyfihamlaða undir nafninu ParaSTART. Kynningarnar fara fram í íþróttahúsi IFR í Hátúni og byrja kl. 12:00.

Síðasta sunnudag voru kynningar á pikkelball og badminton og voru kennarar frá Tennishöllinni í Kópavogi og Badmintonfélagi Hafnarfjarðar sem leiðbeindu. Næsta sunnudag verður kynning á mjög skemmtilegri íþrótt sem margir munu hafa gaman af en það er hjólastólarugby.

Kynningarnar eru opnar öllum sem vilja kynna sér og prófa íþróttir sem þau hafa ekki prófað áður og svo er líka hægt að koma og fylgjast með og sjá hvort einhver íþrótt veki áhuga á að prófa eða jafnvel byrja að æfa.

Dagskrá kynninganna framundan:

19. nóv. Kl. 12:00   Hjólastólarugby – viðburður á Facebook
26. nóv. Kl. 12:00   Bandy
3. des.   Kl. 12:00   Borðtennis og Ringo
14. jan. Kl. 12:00   Blindrabolti/Marbolti

Skráning:
hakonatli@gmail.com
arna@throskahjalp.is

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…