Heim 2. tbl 2023 Arnór Björnsson stýrir Paralympic-deginum 2023

Arnór Björnsson stýrir Paralympic-deginum 2023

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Arnór Björnsson stýrir Paralympic-deginum 2023
0
836

Paralympic-dagurinn 2023 fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 2. desember næstkomandi. Fjölmargir íþrótta- og lýðheilsumöguleikar verða kynntir fyrir gestum dagsins frá kl. 13.00-16.00. Arnór Björnsson leikari, höfundur og leikstjóri verður stjórnandi dagsins og mun varpa skemmtilegu ljósi á þær fjölmörgu skemmtilegu íþróttagreinar sem í boði eru fyrir fólk með mismunandi fatlanir.

Arnór er 25 ára gamall Hafnfirðingur sem tekið hefur þátt í fjölda leiksýninga, framleitt og leikstýtr sjónvarpsefni, skrifað leikrit, þætti og bók. Hann hefur hlotið tilnefningar og verðlaun fyrir verk sín en hans nýjast verk er „Án djóks“ sem sýnd var í byrjun árs sem útskriftarvernið hans frá leikarabraut LHÍ. Frá árinu 2021 hefur Arnór verið einn af þremur höfundum hjá Stundin okkar.

Fjölmennum á Paralympic-daginn og kynnumst því sem er í boði í íþróttalífi fatlaðra á Íslandi.

Viðburður Paralympic-dagurinn á Facebook

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…