Heim 2. tbl 2023 Nýárssundmót ÍF í Laugardalslaug um helgina

Nýárssundmót ÍF í Laugardalslaug um helgina

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Nýárssundmót ÍF í Laugardalslaug um helgina
0
641

Næsta laugardag þann 6. janúar fer fram Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga en mótið er nú haldið í 39. sinn. Mótið er fyrir börn 17 ára og yngri og er keppt í 25m laug.

Mótið hefur um árabil verið góður vettvangur fyrir ungt sundfólk úr röðum fatlaðra til þess að kynnast keppnisumhverfi í skemmtilegri umgjörð. Venju samkvæmt er það skólahljómsveit Kópavogs sem spilar í upphitun fyrir mót og þá verður besta afrek mótsins verðlauna með Sjómannabikarnum. Sigmar Ólason sjómaður frá Reyðarfirði gaf bikarinn til ÍF árið 1984 og hefur hann verið veittur hvert ár síðan þá.

Í ár eru það Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ sem verða heiðursgestir mótsins.

Hér má nálgast yfirlit yfir allt það sundfólk sem hlotið hefur Sjómannabikarinn frá árinu 1984

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
  • Er pláss fyrir öll í íþróttum?

    Ráðstefna Reykjavíkurleikanna: Er pláss fyrir öll í íþróttum? fer fram í Háskólanum í Reyk…
  • Gleðileg jól

    Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra sendir landsmönnum öllum hugheilar jóla- og …
  • Andri sæmdur gullmerki ÍF

    Andri Stefánsson framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands var sæmdur gullmerki…
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…