Næsta laugardag þann 6. janúar fer fram Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga en mótið er nú haldið í 39. sinn. Mótið er fyrir börn 17 ára og yngri og er keppt í 25m laug.
Mótið hefur um árabil verið góður vettvangur fyrir ungt sundfólk úr röðum fatlaðra til þess að kynnast keppnisumhverfi í skemmtilegri umgjörð. Venju samkvæmt er það skólahljómsveit Kópavogs sem spilar í upphitun fyrir mót og þá verður besta afrek mótsins verðlauna með Sjómannabikarnum. Sigmar Ólason sjómaður frá Reyðarfirði gaf bikarinn til ÍF árið 1984 og hefur hann verið veittur hvert ár síðan þá.
Í ár eru það Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ sem verða heiðursgestir mótsins.
Hér má nálgast yfirlit yfir allt það sundfólk sem hlotið hefur Sjómannabikarinn frá árinu 1984