Heim 2. tbl 2023 Tvö ný met á ÍM25

Tvö ný met á ÍM25

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Tvö ný met á ÍM25
0
580

Íslands- og Unglingameistaramót SSÍ og ÍF fór fram í Ásvallalaug síðustu helgi. Í mótshluta ÍF féllu tvö ný Íslandsmet en þau settu sundfólkið Róbert Ísak Jónsson og Sigrún Kjartansdóttir.

Mótið í Ásvallalaug fór einkar vel fram í sterkri umgjörð SSÍ þar sem sýnt var beint á netinu frá öllum mótshlutum helgarinnar. Hægt er að nálgast mótið á Youtube-rás SSÍ hér.

Róbert Ísak Jónsson frá SH/Fjörður setti nýtt Íslandsmet í flokki S14 er hann synti í úrslitum 100m flugsundi á 57,08 sek. Með sundinu náði Róbert bronsi við mótið. Sigrún Kjartansdóttir sem keppir í flokki S16 sett nýtt Íslandsmet í 200m skriðsundi þegar hún kom í mark á tímanum 3:07,99 mín. Til hamingju með árangurinn Róbert og Sigrún!

Þess má geta að Róbert Ísak er nú á leið til Póllands á Winter Polish Open mótið þar sem hann freistar þess að synda fyrir lágmörkum á Paralympics í París 2024.

Úrslit frá mótshluta ÍF má nálgast hér
Heilarúrslit má nálgast hér
Myndasyrpa frá mótinu

Mynd/ Jón Björn – Róbert Ísak að gera sig klárann í Ásvallalaug um síðustu helgi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…