
Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Madeira í Portúgal dagana 16.-22. maí 2021. Mótið sem upphaflega átti að fara fram dagana 17.-23. maí á þessu ári var frestað sökum COVID-19 faraldursins sem enn geysar.
Evrópumeistarmótið verður í sameiginlegu skipulagi við Sundsamband Portúgals, Sundsambands Madeira og borgarstjórnarinnar í Funchal, Madeira.
Búist er við ríflega 500 keppendum á mótinu ef allt gengur að óskum og þá verður þetta síðasta stórmótið í sundi fyrir Paralympics sem fram fara í Tókýó í Japan 24. ágúst – 5. september 2021.
