Heim 2. tbl 2021 Arna Sigríður mætt til Vuokatti í Finnlandi

Arna Sigríður mætt til Vuokatti í Finnlandi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Arna Sigríður mætt til Vuokatti í Finnlandi
0
903

Hjólreiðakona ársins 2021 Arna Sigríður Albertsdóttir situr ekki auðum höndum en nú er hún stödd í Vuokatti í Finnlandi þar sem hún mun halda til alþjóðlegrar flokkunar í skíðagöngu.

Arna og aðstoðarkona hennar og þjálfari Sigrún Anna Auðardóttir plægja þar með nýjan akur því Arna verður fyrst íslenskra kvenna til þess að hljóta alþjóðlega flokkun í skíðagöngu og þá mun hún einnig taka þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni.

Mótið í Vuokatti er liður í Evrópumótaröð IPC en Vuokatti er í Norður-Finnlandi og þurftu þær stöllur að leggja á sig ansi myndarlegt ferðalag fyrir verkefnið.

Mynd/ Arna og Sigrún Anna á sinni fyrstu æfingu í Finnland
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…