Heim 2. tbl 2021 Paralympic Sport Awards fimmtudaginn 16. desember

Paralympic Sport Awards fimmtudaginn 16. desember

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympic Sport Awards fimmtudaginn 16. desember
0
518

Árlega stendur Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) að verðlaunahátíðinni „Paralympic Sport Awards.“ Sökum heimsfaraldurs COVID-19 verður um streymisviðburð að ræða og mun hann hefjast í beinni útsendingu á Youtube fimmtudaginn 16. desember næstkomandi.

Við athöfnina verður íþróttafólk í forgrunni þar sem verðlaun verða veitt fyrir þátttöku í Tokyo Paralympics 2021. Flokkarnir sem um ræðir eru besta frumraun á leikum kvenna, besta frumraun á leikum karla, besti dómarinn, besta liðið, hugrekkisverðlaun, besta íþróttakona leikanna og besti íþróttakarl leikanna.

Útsendingin hefst fimmtudaginn 16. desember kl. 14.00 að íslenskum tíma.

Smelltu hér til að horfa á útsendinguna

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfinu

Nýlega endurnýjuðu Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning varðandi stu…