Heim 2. tbl 2019 Akur 45 ára

Akur 45 ára

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Akur 45 ára
0
985

Aðildarfélög Íþróttasambands fatlaðra eru bæði mörg og fjölbreytt. Hvati mun í næstu útgáfum gera félögunum skil og hefjum við leik á afmælisbarninu Akri sem fagnaði 45 ára afmæli í desemberbyrjun.

Íþróttafélagið Akur var stofnað á Akureyri þann 7. desember 1974 og er því næstelsta aðildarfélag Íþróttasambands fatlaðra. Stofnfélagar Akurs voru 39 talsins og fyrsti formaður þess Stefán Árnason. Formaður Akurs í dag er Jón Heiðar Jónsson, fyrrum afreksíþróttamaður úr röðum fatlaðra og fyrrum stjórnarmaður Íþróttasambands fatlaðra. Starfsemi Akurs fer fram á Akureyri. 

„Í dag býður Akur upp á boccia, borðtennis og bogfimi,“ segir Jón Heiðar í samtali við Hvata en félagið er öllum opið svo iðkendur eru bæði úr röðum fatlaðra sem og ófatlaðra. „Bogfimideildin okkar hefur verið í mestum vexti síðustu ár, þar eru flestir úr röðum ófatlaðra. Eins höfum við lagt áherslu á uppbyggingu bocciadeildarinnar á undanförnum misserum.“

Þetta haustið hefur Akur verið á hrakhólum hvað aðstöðumál varðar en íþróttahús Glerárskóla sem hefur mest alla tíð verið okkar heimavöllur hefur verið í allsherjar yfirhalningu síðan á vordögum. Nú er nýbúið að taka húsnæðið í notkun aftur eftir velheppnaðar endurbætur og fer nú starfsemi félagsins að  komast aftur í fastar skorður. „Bogfimideildin okkar er eina bogfimideildin á Akureyri. Fleiri félög hér í bæ stunda boccia og svo er borðtennisdeildin okkar ekki ósvipuð bogfimideildinni hvað iðkendur varðar, fleiri iðkendur þar úr röðum ófatlaðra en blandaðar æfingar sem ganga vel,“ segir Jón Heiðar. Akursfélagar sitja ekki auðum höndum því á komandi ári bíða þeirra fjölmörg verkefni hérlendis sem erlendis.

„Á vormánuðum sendum við iðkendur á Special Olympics-hátíð í Danmörku, annað hvert ár tökum við þátt í Malmö Open. Akur mun svo eiga keppendur á Norðurlandamóti ungmenna í bogfimi sem haldið verður í Svíþjóð næsta sumar.  Svo eru verkefnin innanlands eins og Íslandsmót ÍF sem skipar alltaf stóran sess hjá okkur,“ segir Jón Heiðar en Akur mun einnig eiga landsliðsmann í Sigrúnu Björk Friðriksdóttur þegar hún keppir fyrir Íslands hönd á NM í boccia næsta sumar. 

Aðspurður um helstu mál Akurs segir Jón Heiðar helst tvennt vera efst á baugi núna og síðustu misseri en það er fjölgun í félaginu. „Við erum alltaf að berjast við að ná fleirum að starfinu, fleiri iðkendum og fleiri sjálfboðaliðum. Það er í raun eilífðarverkefni og við tökum vel á móti öllum sem vilja taka þátt í starfinu okkar. Við gerum okkar besta við að sinna starfi félagsins með góðan íþróttaanda í forgrunni og viljum halda úti blómlegu félagi sem er öllum opið.“

https://www.facebook.com/ifaakur
Fasbókarsíða Akurs

Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Akurs nánar á Facebook-síðu félagsins

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…