Heim 1. tbl 2020 Afreksíþróttir á sérstökum tímum

Afreksíþróttir á sérstökum tímum

6 min read
Slökkt á athugasemdum við Afreksíþróttir á sérstökum tímum
0
874

Afreksíþróttir á sérstökum tímu

Núverandi aðstæður á heimsvísu hafa mikil áhrif á allt íþróttastarf. Mikil óvissa hefur ríkt undanfarna mánuði og vikur og óvíst er um þróun mála næstu mánuði þó að allt stefni í rétta átt, a.m.k. á Íslandi. Nú þegar þátttaka í alþjóðlegum mótum er í lágmarki eru tækifæri fyrir sérsambönd að nýta tímann með sínu íþróttafólki í frekari undirbúning fyrir það sem koma skal. Á síðustu vikum hefur íþróttafólkið æft sjálft heima og verið fjarri íþróttamannvirkjum. Það hefur sýnt sig að ýmislegt er hægt þegar á reynir. Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að finna leiðir til að styðja við afreksíþróttafólkið á þann hátt sem hentar þeim best, hverju fyrir sig. Íþróttafólkið býr við ólíkar aðstæður, s.s. gagnvart námi, atvinnu, heilsufarsástæðum, áföllum í nærumhverfinu o.s.frv. og margar áskoranir blasa við. Það er því mikilvægt að hlúa að hópnum sínum og reyna af fremsta megni að aðstoða og sýna stuðning.

Öll sérsambönd þurfa að vera í góðum tengslum við íþróttafélög og ekki síður afreksíþróttafólk í viðkomandi íþróttagrein sem keppirfyrir Íslands hönd og eru m.a. að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika og Ólympíumót, heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót og aðra stóra viðburði. Sér í lagi á tímum sem þessum. Það tekur á að halda sér við efnið þegar hvatar, svo sem þátttaka í alþjóðlegum mótum, eru fáir. Þá hjálpar að heyra frá öðrum í sömu stöðu og þétta hópinn.

Það þarf að hugsa í lausnum og nýta tímann vel í undirbúning fyrir framtíðina. 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Afrekssjóður ÍSÍ njóta framlaga úr ríkissjóði og með þeim fjármunum hefur verið reynt að styðja við afreksstarf sérsambanda með víðtækum hætti. Á undanförnum árum hafa verið gerðar breytingar á regluverki Afrekssjóðs ÍSÍ og fela þær í sér miklar kröfur á faglegt starf sérsambanda. Flest sérsambönd hafa þannig bætt verulega í varðandi aðhald, stefnumótun og þjónustu við afreksíþróttafólkið og eru bundnar vonir við að slíkt skili enn betri árangri í framtíðinni.

Afrekssjóður ÍSÍ hefur verið að skoða hvernig hægt er að taka meira tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa á keppnisdagskrá ársins og veita sérsamböndum aukinn sveigjanleika varðandi nýtingu á styrkfé. Mikilvægt er að bregðast við núverandi aðstæðum og tryggja að íþróttastarfið haldi áfram.

Þótt að síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir íþróttaiðkun þá felast einnig tækifæri í þeim áskorunum. Ég er viss um að við komum öll sterkari út úr þessu ástandi og afreksíþróttafólkið mun sýna hvað í þeim býr, þá loksins að alþjóðleg keppni fer í gang. Það verður spennandi að sjá hvernig íslenskt afreksíþróttafólk mun standa sig í samanburði við erlenda keppinauta. Ég er viss um að það mun ná góðum árangri enda er það einkenni Íslendinga að koma sterkir til leiks þrátt fyrir erfiðleika.

Andri Stefánsson 

Andri Stefánsson — sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…