Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi leita stöðugt leiða til að innleiða fleiri greinar á Íslandi og virkja tilboð fyrir ,,alla”Nú er staðfest að Ísland hefur fengið kvóta í júdó í fyrsta skipti á heimsleikum Special Olympics í Berlin 2023. Til að fylgja eftir innleiðingu sendi ÍF fulltrúa á júdóþjálfaranamskeið Special Olympics í Evrópu sem fram fór í Sviss um miðjan mai.
Það var Arnar Már Jónsson júdóþjálfari sem var fulltrúi Islands á námskeiðinu. Námskeiðið stóð frá morgni til kvölds og byggðist að stórum hluta á verklegum æfingum. Arnar Már var mjög ánægður með þetta námskeið, hefur aflað sér mikilvægrar þekkingar og er áhugasamur að skila þeirri þekkingu inn í starfið á Íslandi. Framundan er að skoða möguleika á kynningarstarfi og hvað hentar best til að ná til nýrra iðkenda.
Júdósamband Íslands hefur ávallt sýnt mikinn áhuga á að koma að samstarfi við ÍF og vænst er góðs samstarf við sambandið, júdódeildir og þjálfara.Special Olympics samtökin starfa um allan heim og tækifæri eru nánast óþrjótandi þegar kemur að samstarfi við önnur lönd um æfingabúðir eða keppnisferðir. Ísland fékk kvóta í júdó fyrir 2 stúlkur og 2 drengi 16 ára og eldri og tilnefningar þurfa að berast til ÍF fyrir 16. júní. Val keppenda tekur mið af framförum, félagslegri hegðun, mætingu og frammistöðu almennt. Besti árangur er miðaður við hvern og einn og því ekki viðmið við val keppenda.
Nánari upplýsingar er hægt á fá með því að senda fyrirspurn á annak@ifsport.is