Heim 2. tbl 2021 Hilmar og föruneyti mætt í alpagreinaþorpið í Peking

Hilmar og föruneyti mætt í alpagreinaþorpið í Peking

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar og föruneyti mætt í alpagreinaþorpið í Peking
0
946

Myndarlegu ferðalagi frá Íslandi til Peking er nú lokið og íslenski hópurinn kominn í Yanqing þorpið þar sem keppendur í alpagreinum á Vetrar Paralympics dvelja. Þorpið er rúma 100 kílómetra frá höfuðborginni Peking.

Hópurinn fór í gegnum París og þaðan beina leið til Peking. Enginn verður óbarinn biskup og smávegis af farangri hópsins skilaði sér ekki á áfangastað en heimamenn eru með málið á sinni könnu og von á restinni af farangrinum í þorpið í dag.Eins og áður hefur komið fram er Hilmar Snær Örvarsson eini keppandi Íslands á leikunum en hann keppir í stórsvigi 10. mars og svigi 12. mars. Allir fremstu skíðamenn heims eru mættir við leikana en stríðsrekstur Rússa í Úkraínu hefur sett mikinn svip á andrúmsloftið. 

Heimasíða leikanna hjá IPC 

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…