Reykjavík International Games hefjast í dag og þessa helgina fer sundkeppnin fram í Laugardalslaug. Mótið verður með alþjóðlegu keppnisleyfi fyrir sundfólk úr röðum fatlaðra en þau Róbert Ísak Jónsson og Thelma Björg Björnsdóttir verða á meðal keppenda á mótinu. Róbert og Thelma áttu virkilega sterka keppni í Tokyo á Paralympics á síðasta ári þar sem bæði börðu sér leið inn í úrslitasund í sínum greinum.
RIG þetta árið verður fleiri fjöðrum skreytt en fjórir Ólympíufarar og verðlaunahafar frá alþjóðlegum stórmótum eru skráðir til leiks. Nánar um góðu gestina í frétt á heimasíðu Sundsambandsins.
Hér er hægt að sjá keppnisdagskrá helgarinnar.