Heim 2. tbl 2021 Hilmar mætir í brekkurnar á morgun!

Hilmar mætir í brekkurnar á morgun!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar mætir í brekkurnar á morgun!
0
780

Heimsmeistaramót IPC í skíðaíþróttum stendur nú yfir í Lillehammer í Noregi. Á morgun 19. janúar er komið að Íslandi þegar Hilmar Snær Örvarsson mætir í brekkurnar. Síðustu þrjá daga hefur hann hæft vel í Noregi en nú er komið að stóru stundinni.

Hilmar keppir fyrst í stórsvigi í standandi flokki og þann 21. janúar lýkur hann svo keppni þegar svigkeppnin fer fram. Aðstæður ytra eru eins og best verður á kosið og veðrið hefur farið mjúkum höndum um keppnishópinn.
Von er á gríðarlega harðri baráttu í flokki Hilmars ef marka má síðustu mót í svigi og stórsvigi enda allir við sitt besta um þessar myndir í aðdraganda Vetrar Paralympics sem fara fram í Peking í marsmánuði en þar verður Hilmar einnig fulltrúi Íslands.

Eins og áður hefur komið fram er þetta fyrsta heimsmeistaramótið hjá IPC þar sem allar vetargreinarnar fara fram á sama tíma og í fyrsta sinn í sögunni verður verðlaunafé í boði fyrir þá sem komast á pall.

Mynd/ JBÓ – Hilmar Snær á svigæfingu í Lillehammer.
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…