Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings hafnaði í dag í 21. sæti í stórsvigi á heimsmeistaramóti IPC í Lillehammer. Hilmar var í 20. sæti eftir fyrri ferð dagsins en lauk keppni í 21. sæti.
Að lokinni fyrri ferð var Hilmar í 20. sæti þegar hann kom í mark á tímanum 1.10.55mín en í seinni ferðinni var hann 1:17.27 mín og lauk keppni í 21. sæti á samanlögðum tíma 2:27.82 mín. Rússinn Aleksei Bugaev var sigurvegari dagsins á 2:15.04 mín. en eins og margir kannski þekkja þá keppir hann ekki fyrir sitt þjóðland heldur fyrir sitt sérsamband í ljósi refsinga sem Rússar eru að taka út vegna svindlmála tengdum lyfjamisnotkunum á Vetrarleikunum 2014 í Sochi.
Aðstæður í dag voru nokkuð krefjandi í seinni ferð dagsins en þá gerði talsverða ofankomu og skyggni var takmarkað en nú tekur við hvíld á morgun hjá Hilmari og svo á föstudag er lokakeppnisdagur hans þegar keppni í svigi fer fram.
-
Ólafur Ólafsson — Kveðja
Jarðarför Ólafs Ólafssonar, formanns íþróttafélagsins Aspar fór fram í kyrrþey föstudaginn… -
Lokahátíð Paralympics á Stade de France í kvöld
Lokahátíð Paralympics fer fram á hinum margfræga Stade de France í kvöld. Þar með lýkur ri… -
Keyrir úr Borgarfirðinum í jazzballettíma hjá Danslistarskóla JSB
„Þegar við fréttum af Jazzballet fyrir fatlaða þá var það aldrei spurning um að próf…
Sækja skyldar greinar
-
Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“
Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er… -
Róbert kominn inn á Paralympics í París!
Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson hefur bæst við keppendahóp Íslands fyrir Paralympics sem … -
Hulda með nýtt Íslandsmet í sleggjunni!
Frjálsíþróttakonan Hulda Sigurjónsdóttir bætti sitt eigið Íslandsmet í sleggjukasti á Inna…
Load More By Jón Björn Ólafsson
-
Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar!
Ár hvert er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Upphaf dagsins má rekja til… -
Gull og met hjá Þorsteini
Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Akri er í fantaformi um þessar mundir en hann va… -
Paralympic-dagurinn 2022: Mikilvægi hreyfingar
Verið hjartanlega velkomin á Paralympic daginn 2022 haldinn á alþjóðadegi fatlaðra 3. dese…
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.
Skoðaðu einnig
Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“
Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…