Heim 2. tbl 2020 Sviðstjóri íþrótta-og heilsueflingar við leikskólann Glaðheimar Bolungarvík.

Sviðstjóri íþrótta-og heilsueflingar við leikskólann Glaðheimar Bolungarvík.

7 min read
Slökkt á athugasemdum við Sviðstjóri íþrótta-og heilsueflingar við leikskólann Glaðheimar Bolungarvík.
1
2,030

 Frá árinu 2015 hafði leikskólastjórann, Ragnheiður I. Ragnarsdóttir, dreymt um að geta ráðið mig, Karitas S. Ingimarsdóttir í fullt starf sem íþróttafræðing við leikskólann Glaðheima í Bolungarvík.

Að koma á nýrri stöðu innan vinnustaðar krefst jú meiri peninga og þar stoppaði draumurinn. Til að byrja með var hægt að koma á samstarfi milli deilda svo hægt væri að koma inn í dagskipulag leikskólans skipulögðum íþróttatímum undir stjórn íþróttafræðings. Það þýddi að allt þurfti að ganga upp til að geta framkvæmt þetta plan. Því starfsmönnum leikskóladeilda er raðað á deildir eftir fjölda barna og því þurfti starfsmann af annarri deild til að skipta við íþróttafræðinginn til að hún gæti farið á aðra deild og kennt íþróttatíma. Því féllu strax niður þessir tímar þá daga sem mannekla var. Svona reyndum við að halda úti skipulögðu íþróttastarfi undir handleiðslu íþróttafræðings í nokkur ár eða þar til í júní 2020. Þá fengum við draum okkar uppfylltann að fá fulla stöðu fyrir íþróttafræðing innan leikskólans. Það að hafa getað sett þessa stöðu á gerir okkur kleift að geta sinnt skipulögðu íþróttastarfi mun betur en við gátum áður. Nú erum við með 1 skipulagðan íþróttatíma í viku fyrir 1-2 ára börn, 2 tíma fyrir 2-4 ára og 3 tíma fyrir 4-6 ára börn. Áður fengu all börn hámark 1 tíma í viku, ef starfsmannastaða í húsi leyfði það. Einnig gátum við aukið við sundkennslu útskriftar árgangsins. Í stað 10 skipta námskeiðs að vori höfum við nú þegar þetta er ritað lokið sundlotu 1 af 3. Þar að auki byrjar dagurinn á öllum deildum á morgunteygjum milli 8 og 9 þegar sviðstjórinn fer á milli deilda og býður börnunum að vera með sér í teygjuæfingum. 

YAP hreyfiþroskapróf framkvæmt

Á síðasta ári komumst við á snoðir um Young athletes program, YAP, hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Það prógram vakti strax áhuga okkar og fengum við kynningu á því fyrir starfsfólk og foreldra og hófum við vinnu við innleiðingu á prógraminu í okkar starf. YAP prógrammið hjálpaði okkur enn frekar að bæta gæði íþróttastarfs leikskólans þar sem markmið þess er snemmtæk íhlutun í hreyfiþroska og við því enn betur í stakk búin að grípa inn í nógu snemma til að aðstoða þau börn sem það þurfa. Þar sem snemmtæk íhlutun í hreyfiþroska er síður en svo minna nauðsynleg en snemmtæk íhlutun í málþroska og með því að taka alla nemendur í YAP hreyfiþroskapróf viljum við geta gripið strax inn í. Einnig hefur YAP sýnt okkur enn fremur hvernig hægt er að nota hreyfingu til örvunar á öðrum þáttum eins og félagsfærni og málörvun.

Allt þetta ferli hefði ekki verið mögulegt nema fyrir einstakann vilja leikskólastjórans, Ragnheiðar, til að bæta okkar starf og að gera það sem best er fyrir sína nemendur. Innleiðing starfs sviðstjóra íþrótta-og heilsueflingar var fyrst og fremst möguleg með góðum styrkjum frá Íþróttasambandi fatlaðra, Lýðheilsustöð, Orkubúi Vestfjarða og Kiwanisklúbbnum Básum Ísafirði. 

Staða sviðstjóra íþrótta-og heilsueflingar er því gríðarlega mikilvæg fyrir okkur til að geta unnið það frábæra starf sem við viljum vinna fyrir börn í Bolungarvík. Einnig er leikskólinn í ferli að verða heilsueflandi leikskóli og er þetta frábær viðbót í því ferli. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…