Heim 2. tbl 2020 - Ávarp formanns Ávarp formanns — Hvati 2.tbl 2020

Ávarp formanns — Hvati 2.tbl 2020

8 min read
Slökkt á athugasemdum við Ávarp formanns — Hvati 2.tbl 2020
0
832

Ágæti lesandi

Í þessu öðru tölublaði ársins 2020 er fjallað um starfsemi ÍF og aðildarfélaga þess í skugga Covid-19 veirunnar og áhrifa hennar á allt íþróttastarf. Ljóst má vera að frá fyrsta degi sem veirunnar varð vart á Íslandi þurfti forysta ÍF að horfa inn á við, hugsa um öryggi og velferð allra iðkenda, endurskoða allt mótahald og aðildarfélög ÍF að leggja niður æfingar tímabundið. Fagteymi ÍF (læknaráð) lagði til góð ráð og áréttaði að ÍF þyrfti að gæta sérstaklega að sér í allri starfsemi þar sem margir iðkendur væru með undirliggjandi áhættu. 

Á formannafundi ÍF nú í haust kom fram að æfingar hefðu legið niðri hjá öllum aðildarfélögum frá mars fram í maí og aftur frá í ágúst og er svo enn er þetta er ritað. Í júní og júlí var hægt að æfa og hélt ÍF Íslandsmót í sundi í samstarfi við SSÍ og í frjálsum íþróttum með FRÍ í júlí. Einnig fór fram golfmót á vegum LETR til styrktar Special Olympics á Íslandi. Nokkurs ótta gætir meðal forystufólks aðildarfélaga ÍF um að þetta ástand muni skapa brottfall meðal iðkenda. Ljóst má vera að þegar við losnum undan hættunni á að smitast af veirunni þurfum við að fara í átak til að ná til barna og ungmenna til að laða þau að starfinu, koma og stunda íþróttir til keppni og sér til heilsubótar. Fram kom á fundinum að aðildarfélögin standa þétt við bakið á sínum iðkendum m.a. með því að eiga samskipti og hvetja þá til alls konar æfinga sem sendar eru frá þjálfurum félaganna og með hvatningu um heimaæfingar og að halda áfram íþróttaiðkun.

Undanþága hefur fengist síðustu vikurnar fyrir afrekshóp ÍF í sundi, frjálsum og alpagreinum skíða og hefur afreksfólkið okkar mátt æfa samkvæmt ströngum reglum um sóttvarnir viðkomandi íþróttagreinar og er það vel. Ég þakka heilbrigðisyfirvöldum fyrir að hafa veitt undanþáguna, en þessi hópur er allur að æfa fyrir komandi stórmót á erlendri grundu á komandi vori og sumri, sem og mögulega nú í vetur í alpagreinum skíða.  Þegar þetta er skrifað er búið að aflétta æfingabanni á afreksfólk þ.a. allur afrekshópur ÍF getur nú æft, en að sjálfsögðu í samræmi við sóttvarnarreglur viðkomandi íþróttagreinar.

ÍSÍ er að vinna að því að fá auka fjármagn frá ríkinu fyrir íþróttahreyfinguna. Fram kom í máli formanna aðildarfélaga ÍF að þörf er á fjárstuðningi við starfið. En tekjur hafa dregist saman, stuðningur minnkað vegna erfiðleika atvinnulífsins og fastir tekjustofnar brugðist. Fastakostnaður er til staðar sem fellst í launakostnaði þjálfara og fleira. Ég fagna því að ríkið komi að með fjárstuðningi, oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. 

Eins og áður hefur komið fram þá var Paralympics leikunum í Tókýó frestað um eitt ár og eiga þeir að hefjast 24. ágúst og standa til 6. september 2021. Forysta ÍF hefur fundað reglulega með fulltrúum IPC (Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra) og mótshöldurum í Tókýó nú í haust og má segja að Japanir séu staðráðnir í að halda Paralympics og Ólympíuleika. Á undanförnum vikum höfum við einnig fyllst von um að það raungerist með tilkomu bóluefna sem stoppa útbreiðslu veirunnar og Covid-19 verði kveðin í kútinn. Við erum full vonar og vinnum hörðum höndum að því að undirbúa okkar afreksmenn til að takast á við verkefni á vormánuðum sem gefa þeim möguleika á að komast á Paralympics leikanna. Enn er möguleiki á því að tryggja sér keppnissæti, en við eigum þá von að 4-7 keppendur komist til Tókýó.

Ég óska íþróttamanni ÍF, Hilmari Snæ Örvarssyni og íþróttakonu ÍF, Bergrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur til hamingju með útnefninguna.

Að sama skapi óska ég handhöfum Hvatningarverðlauna ÍF, þeim Ludvig Guðmundssyni og fjölskyldu Guðbjargar Ludvigsdóttur, til hamingju, hafið kæra þökk fyrir mikilvægt sjálfboðastarf í þágu ÍF (sjá umfjöllun um Hvatningarverðlaun hér í blaðinu).

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020 - Ávarp formanns
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…