Heim Áfram veginn Greinar í boði á Paralympics

Greinar í boði á Paralympics

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Greinar í boði á Paralympics
0
1,091

Paralympics er stærsta afreksíþróttamót fatlaðra og fara leikarnir fram fjórða hvert ár. Síðast fóru Paralympics fram í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Afreksfólk frá Íslandi hefur tekið þátt í leikunum allt frá árinu 1980 og unnið þar til samtals 98 verðlauna. 

Paralympics fara nú í dag ávallt fram í sömu borg og við sömu aðstæður og Ólympíuleikarnir. Þessi risavaxna íþróttahátíð hefst með setningu Ólympíuleikanna og lýkur með lokaathöfn Paralympics. Á milli Ólympíuleika og Paralympics líða að jafnaði tvær vikur þar sem mótshaldari gengur frá eftir Ólympíuleika og undirbýr komu keppenda á Paralympics. 

Flest þekkjum við orðið þær greinar sem eru í boði á Ólympíuleikunum en á Paralympics er að mestu leyti um sömu íþróttagreinar að ræða, sumar aðlagaðar og aðrar sem ekki er að finna inni á Ólympíuleikum eins og t.d. hjólastóla-rugby eða eins og íþróttin hefur oft verið nefnd, Murderball.

Paralympics áttu að fara fram í ágúst og september á þessu ári en var eins og flestir þekkja frestað til ársins 2021. Greinaröðin hefur þó lengi legið fyrir en keppt verður í 22 íþróttagreinum í Tokyo á næsta ári og innan hverrar greinar má finna fjölda fötlunarflokka en í grófum dráttum skiptast þeir í keppnir hreyfihamlaðra, sjónskertra og blindra og svo þroskahamlaðra. Hér að neðan má sjá lista yfir þær 22 greinar sem keppt verður í á leikunum í Tokyo á næsta ári.

Frjálsar íþróttir • Bogfimi • Badminton • Boccia • Kanó-róður
Hjólreiðar (vegur/braut) • Hestaíþróttir  • Fimm manna fótbolti
Markbolti/blindrabolti• Júdó • Lyftingar  • Róður • Skotfimi
Sitjandi blak • Sund • Borðtennis • Taekwondo • Þríþraut
Hjólastólakörfuknattleikur • Hjólastólaskylmingar
Hjólastóla Rugby (Murderball) • Hjólastólatennis


Myndband um greinarnar á Paralympics

Smelltu hér til að fara á vefsíðu leikanna hjá IPC þar sem hægt er að kyna sér eitt og annað um Paralympics í Tokyo.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
  • Líflegt um að litast á Hvatisport.is

    Dagana 15. nóvember til 15. desember stóð ÍF að Kynningarmánuði hér inni á www.hvatisport.…
  • Íþróttafélagið Eik

    Íþróttafélagið Eik var stofnað á Akureyri árið 1978. Markmið félagsins er að gera andlega …
  • Frelsi á sjó

    Geir Sverrisson er fyrrum afreksmaður í frjálsum íþróttum og sundi og margfaldur verðlauna…
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…