Heim 2. tbl 2019 Kynning á áhugaverðum bæklingi um þroska barnsins

Kynning á áhugaverðum bæklingi um þroska barnsins

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Kynning á áhugaverðum bæklingi um þroska barnsins
0
960

Sex stofnanir frá Íslandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Slóvakíu mynduðu samstarf og settu á fót Bio Trio-verkefnið sem hefur að markmiði að stuðla að góðum samskiptum milli barns með sérþarfir, foreldra og sérfræðinga. Bæklingur var gerður á sex tungumálum þar sem sett eru fram atriði sem aðstoða foreldra við að fylgjast með þroska barnsins og leita aðstoðar ef þörf krefur.

Ritstjóri var Krisztina G. Agueda sem hefur stýrt hreyfiþjálfun barna í HREYFILANDI, Eiðistorgi með frábærum árangri. Snemmtæk íhlutun er gríðarlega mikilvæg og fólk er hvatt til að kynna sér þessa bók og starfið í Hreyfilandi. Þar gerast lítil kraftaverk í hverjum tíma, ekki síst hjá börnum með sérþarfir. Hér að neðan er aðgengi að íslensku bókinni

https://issuu.com/zitamajor/docs/throski_barnsins

Sækja skyldar greinar
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…