Aðalfundur Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) fór fram í Bonn í Þýskalandi í lok októbermánaðar. Fulltrúar Íslands á fundinum voru Þórður Árni Hjaltested, formaður ÍF, og Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF.
Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa um árabil unnið vel saman á alþjóðavettvangi og á því var engin breyting nú þar sem fulltrúar Norðurlandaþjóðanna komu saman til skrafs og ráðagerða í aðdraganda aðalfundarins. Samstarf Norðurlandanna er fjölbreytt og er m.a. með fulltyngi Evrópusambandsins í #AllIn-verkefninu.
Þá var Jón Björn Ólafsson, íþrótta- og fjölmiðlafulltrúi ÍF, viðstaddur markaðs- og fjölmiðlaráðstefnu í aðdraganda aðalfundarins en IPC hefur allt frá Paralympics 2012 sótt verulega í sig veðrið í alþjóðlegri markaðssetningu á íþróttum fatlaðra.
Á aðalfundi IPC voru fjögur ný lönd vígð inn sem NPC (National Paralympic Committee) en það voru Kiribatí, Maldíveyjar, Malta og Paragvæ. Þar með eru aðildarlönd IPC orðin 205 talsins og starfandi NPC alls 182.
-
Íslandsleikarnir verða haldnir á Selfossi helgina 29-30 mars
Íslandsleikarnir munu fara fram á Selfossi helgina 29.-30. mars 2025. Leikarnir voru haldn… -
Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer fram helgina 22-23 febrúar 2025
Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer fram í Laugardalshöllinni dagana 22-23 febrúar 2025… -
Samstarf við Magnús Orra vegna undirbúnings heimsleika Special Olympics 2025
Það styttist í næstu heimsleika Special Olympics en það eru vetrarleikar sem haldnir verða…
Sækja skyldar greinar
-
Evrópumót Virtus
Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1… -
Evrópuleikar ungmenna
Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin… -
Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu
Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
-
Snemmtæk íhlutun er forvarnarverkefni sem styrkir börn til framtíðar
Kynningardagur YAP (Young Athlete Project) var á Vestfjörðum 19. nóvember 2019. YAP-verkef… -
Nýr Stjörnuflokkur hjá DSÍ
Á stjórnarfundi Dansíþróttasambands Íslands þann 23. október síðastliðinn var samþykkt að … -
Kynning á áhugaverðum bæklingi um þroska barnsins
Sex stofnanir frá Íslandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Slóvakíu mynduðu samstarf og settu á …
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.
Skoðaðu einnig
Evrópumót Virtus
Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…