Félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi í Laugardal. Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um árabil styrkt myndarlega við starfsemi ÍF og verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður sá velvilji og stuðningur sem klúbburinn hefur sýnt íþróttum fatlaðra.
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs, ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni ÍF, veittu styrk frá Heklu móttöku á dögunum en það voru þeir Birgir Benediktsson, Garðar Hinrikssson og Ólafur Lofstsson auk Ingólfs Friðgerissonar félaga þeirra úr klúbbnum sem heimsóttu skrifstofur sambandsins.
Kiwanis- og Lionsklúbbar hafa allt frá stofnun Íþróttasambands fatlaðra verið ötulir í stuðningi sínum við sambandið. Með tilliti til aukinnar verkefnastöðu sambandsins er það því Íþróttasambandi fatlaðra afar mikilvægt að eiga jafnöfluga stuðningsaðila og raun ber vitni.