Heim 1. tbl 2022 Þrjú ný Íslandsmet og nýr kafli í sögubókina á Selfossi

Þrjú ný Íslandsmet og nýr kafli í sögubókina á Selfossi

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Þrjú ný Íslandsmet og nýr kafli í sögubókina á Selfossi
0
1,064

Íslandsmót ÍF í lyftingum fór fram þann 14. maí síðastliðnn en mótið var í styrkri stjórn Krafts og fór fram í Crossfit-stöðinni á Selfossi. Helstu tíðindi mótsins voru þau að Hulda Sigurjónsdóttir setti tvö ný Íslandsmet í flokki þroskahamlaðra kvenna og þá varð Thelma Björg Björnsdóttir fyrst hreyfihamlaðra kvenna til þess að keppa á Íslandsmótinu.

Hulda Sigurjónsdóttir setti nýtt Íslandsmet í hnébeygju þegar hún lyfti 120,5 kg. og svo í bekkpressu þegar hún fyrst þroskahamlaðra kvenna lyfti 70 kg. Í réttstöðulyftunni var hún ekki langt frá ríkjandi meti þegar hún náði upp 130 kg en metið er 132 kg og líklegt að það falli bráðlega miðað við formið á Huldu þessi dægrin. Þess má geta Hulda er nýkomin heim frá Ítalíu þar sem hún landaði gullverðlaunum í kúluvarpi á Grand Prix mótaröð Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC).

Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR varð fyrst hreyfihamlaðra kvenna til þess að keppa á Íslandsmóti ÍF í lyftingum. Thelma lyfti best 30kg í bekkpressu sem er þá fyrsta Íslandsmetið í greininni. Margir kannast eflaust við Thelmu af öðrum vettvangi en hún hefur verið á meðal fremstu afrekssundkvenna Íslands úr röðum fatlaðra síðustu ár.

Á Selofssi skrifuðu Kraftur og ÍF undir nýjan samstarfssamning þar sem miklar vonir eru bundnar við sókn í lyftingum fatlaðra með almennum æfingum, mótahaldi og möguleikum á því að búa keppendur undir þátttöku í verkefnum á stærri mótum erlendis.

Heildarúrslit mótsins má nálgast hér

Hér er hægt að horfa á mótið í heild sinni

Ljósmyndir: Jón Björn

Spjallað við Huldu sem setti tvö ný Íslandsmet
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…