Heim 1. tbl 2022 Paralympic-dagurinn 2022

Paralympic-dagurinn 2022

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympic-dagurinn 2022
0
908

Paralympic-dagurinn 2022 fer fram laugardaginn 3. desember í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13.00-15.00. Stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttastarfi fatlaðra fyrir alla fjölskylduna! Öll velkomin.

Á Paralympic-daginn koma aðildarfélög fatlaðra jafnt sem ófatlaðra ásamt öðrum hagsmunaaðilum til með að kynna starfsemi sína, æfingatöflur og þau úrræði sem hægt er að nýta sér við íþrótta- og lýðheilsuiðkandir.

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir verður leiðsögumaður Paralympic-dagsins 2022 en hún greindi m.a. frá Paralympics í Tokyo 2021 fyrir RÚV.

Fjöldi viðburða og kynninga mun fara þarna fram þar sem gestum gefst tækifæri á því að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar, ræða við fjölda þjálfara sem og íþróttamanna sem þekkja vel til íþrótta fatlaðra hérlendis sem og erlendis.

Nemendur frá háskólanum í Reykjavík munu einnig setja skemmtilegan svip á daginn en Íþróttasamband fatlaðra leggur mikið upp úr samstarfi sínu við skólasamfélagið í landinu.

Viðburður Facebook: Paralympic-dagurinn 2022

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…