Heim 1. tbl 2022 Hlakka til þessa skemmtilega dags

Hlakka til þessa skemmtilega dags

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hlakka til þessa skemmtilega dags
0
830

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir verður viðburðastjóri á Paralympic-daginn 2022. Þessi stóri og skemmtilegi kynningardagur á íþróttastarfsemi fatlaðra á Íslandi fer fram laugardaginn 3. desember í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13.00-15.00

„Það er mikill heiður fyrir mig að fá að taka þátt í svona skemmtilegu verkefni með Íþróttasambandi fatlaðra. Ég fór til Tokyo sumarið 2021 fyrir hönd RÚV og fjallaði þar um árangur okkar Íslendinga á Paralympics. Ég get með sanni sagt að þetta hafi verið skemmtilegasta vinnuferðin mín hingað til,“ sagði Kristjana sællar minningar en umfjöllun RÚV um leikana var einstaklega öflug og skemmtileg.

„Það var virkilega gaman að fá að vera í kringum íslenska hópinn og sjá um leið öll þau sem höfðu náð því markmiði að keppa á stærsta sviðinu. Íþróttir fatlaðra eru í stórsókn og fjölbreytnin alltaf að verða meiri. Við þurfum að halda áfram að styðja við öll þau sem vilja æfa íþróttir á Íslandi og ég hlakka til þessa skemmtilega dags.“

Á Paralympic-daginn gefst gestum tækifæri á því að prófa hinar ýmsu íþróttir, jafnvel skora Kristjönu á hólm – ekki láta þig vanta!

Facebook-viðburður

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…