Heim 1. tbl 2022 Paralympic-dagurinn 2022

Paralympic-dagurinn 2022

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympic-dagurinn 2022
0
946

Paralympic-dagurinn 2022 fer fram laugardaginn 3. desember í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13.00-15.00. Stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttastarfi fatlaðra fyrir alla fjölskylduna! Öll velkomin.

Á Paralympic-daginn koma aðildarfélög fatlaðra jafnt sem ófatlaðra ásamt öðrum hagsmunaaðilum til með að kynna starfsemi sína, æfingatöflur og þau úrræði sem hægt er að nýta sér við íþrótta- og lýðheilsuiðkandir.

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir verður leiðsögumaður Paralympic-dagsins 2022 en hún greindi m.a. frá Paralympics í Tokyo 2021 fyrir RÚV.

Fjöldi viðburða og kynninga mun fara þarna fram þar sem gestum gefst tækifæri á því að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar, ræða við fjölda þjálfara sem og íþróttamanna sem þekkja vel til íþrótta fatlaðra hérlendis sem og erlendis.

Nemendur frá háskólanum í Reykjavík munu einnig setja skemmtilegan svip á daginn en Íþróttasamband fatlaðra leggur mikið upp úr samstarfi sínu við skólasamfélagið í landinu.

Viðburður Facebook: Paralympic-dagurinn 2022

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…