Heim 2. tbl 2021 Myndband: Opnunarhátíð Paralympics 2024 á Place de la Concorde

Myndband: Opnunarhátíð Paralympics 2024 á Place de la Concorde

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Myndband: Opnunarhátíð Paralympics 2024 á Place de la Concorde
0
949

Heimamenn í Frakklandi hafa undanfarið látið skína í fyrirætlanir sínar með París 2024 Paralympics sem fram fara í Frakklandi dagana 28. ágúst – 8. september 2024. Áætlað er að um 65.000 áhorfendur muni verða viðstaddir opnunarhátíðina sem verður í fyrsta sinn utan íþróttaleikvangs.

Frakkar hafa ákveðið að opnunarhátíð leikanna verði á Champs-Elysees og á Place de la Cnodorde í hjarta höfuðborgarinnar. Gert er ráð fyrir að ríflega 300 milljónir manna víðsvegar um heiminn muni fylgjast með opnunarhátíðinni.

Innganga íþróttafólksins á opnunarhátíðinni mun hefjast á Champs-Elysees og leiða inn á stærsta torg borgarinnar sem er Place de la Concorde. „Þessi athöfn í hjarta borgarinnar sýnir glögglega metnað okkar í Frakklandi til þess að setja málefni fólks með sérþarfir og inngildingu í hjarta samfélagsins. Við völdum inngildinu (e. inclusion) sem þema Ólympíuleikanna og Paralympics og markmið okkar er að liðsinna öllum sem vilja að uppgötva ParaSport (í. íþróttir fólks með sérþarfir)“ sagði Tony Estanguet forseti undirbúningsnefndar París 2024.

París 2024 Paralympics mun taka á móti um það bil 4400 íþróttamönnum og konum ásamt liðlega 2500 manns sem skipa starfslið þjóðanna og þátttökulöndin verða ríflega 180 talsins. Heimamenn í Frakklandi munu óska eftir 45.000 sjálfboðaliðum við framkvæmdina á bæði Ólympíuleikum og Paralympics en allar nánari upplýsingar um sjálfboðaliða við leikana má nálgast hér.

Mynd með frétt: Paris 2024 / Florian Hulleu

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ólafur S. Magnússon lætur af störfum eftir farsælan feril hjá Íþróttasambandi fatlaðra ÍF

Ólafur Sigurbjörn Magnússon hefur látið af störfum hjá Íþróttasambandi fatlaðra og ákveðið…