Heim 2. tbl 2021 Paralympic-dagurinn 2022: Ætlum að hafa gaman

Paralympic-dagurinn 2022: Ætlum að hafa gaman

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympic-dagurinn 2022: Ætlum að hafa gaman
0
632

Þorsteinn Halldórsson er afreksmaður í bogfimi fatlaðra og hefur sett stefnuna hátt síðustu ár. Þorsteinn verður einn þeirra sem kynna mun íþrótt sína á Paralympic-daginn sem fram fer í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 3. desember næstkomandi.

„Við ætlum bara að hafa gaman, gestir fá að spreyta sig í bogfimi og ég hlakka til að fá til mín áhugasama aðila sem vilja prófa og fræðast meira um íþróttina,“ sagði Þorsteinn en hann telur bogfimi einkar hentuga fyrir fjölbreytta hópa einstaklinga með sérþarfir. „Og ekki skemmir nú fyrir að bogfimi getur maður stundað alla tíð,“ sagði Þorsteinn sem m.a. varð fyrstur Íslendinga til þess að taka þátt fyrir Íslands hönd í bogfimi á Paralympics en það gerði hann í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 2016.

Áhugasamir um bogfimi geta m.a. leitað sér upplýsinga hjá Bogfimisambandi Íslands en víða er hægt að kynna sér bogfimi, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri sem og á Ísafirði. Þá er auðvitað hægt að fræðast meir með því að mæta á Paralympic-daginn 3. desember og ræða við Þorstein og fulltrúa frá bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði.

Paralympic-dagurinn 2022 á Facebook

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg Eide með nýtt og glæsilegt Íslandsmet á Ítalíu

Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur nýlokið keppni á Jesolo 2024 Grand Pr…