Heim 2. tbl 2021 ÍF og Toyota framlengja öflugu samstarfi

ÍF og Toyota framlengja öflugu samstarfi

2 min read
Slökkt á athugasemdum við ÍF og Toyota framlengja öflugu samstarfi
0
512

Toyota á Íslandi og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF/NPC Iceland) endurnýjuðu nýverið samning um samstarf og stuðning fyrirtækisins við starfsemi sambandsins. Samningur þessi er sjálfstæður viðauki við samning NPC Iceland við Toyota Motor Corporation (TMC) sem byggður á samkomulagi TMC við IPC (Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra). Gildir samningurinn til ársins 2024 eða fram yfir Paralympics í París 2024 og tengist hinum ýmsu verkefnum sem tengjast uppbyggingu íþrótta fatlaðra á Íslandi.

Í tengslum við undirskriftina afhenti Þórður Árni, formaður ÍF, forstjóra Toyota á Íslandi, Úlfar Steindórssyni, Paralympic-kyndilinn sem Ísland fékk fyrir Sumar-Paralympics 2021 sem fram fóru í Tokyo í Japan. Þannig mun kyndillinn nú hafa samastað hjá Toyota sem tákn um öflugan stuðning og samstarf Toyota á Íslandi við íþróttir fatlaðra hér á landi. Vert er að taka fram að kyndlar þessir eru framleiddir í afar takmörkuðu upplagi og því um einstaka safngripi að ræða.

Toyota á Íslandi styður einnig myndarlega við bakið á fjórum sendiherrum í verkefninu „Start Your Impossible.“ Þessir sendiherrar eru afreksíþróttamennirnir Arna Sigríður Albertsdóttir, Patrekur Andrés Axelsson, Róbert Ísak Jónsson og Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Stuðningur Toyota við þessa öflugu íþróttamenn hefur verið margvíslegur en öll hafa þau það að markmiði að keppa á Paralympics, stærsta afreksíþróttasviði fatlaðra sem fram fara fjórða hvert ár líkt og Ólympíuleikarnir.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Bocciaveisla á Akureyri

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu …