Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson féll í nótt úr leik í fyrri ferð í stórsvigi á Vetrar Paralympics í Kína. Hilmari skrikaði fótur þegar hann var að nálgast lokasprettinn og féll í brautinni eftir að hafa skíðað mjög vel fram að því.
Fjölmargir skíðamenn féllu úr leik eða alls 10 af 44 keppendum. Hinn finnski Kiiveri kom sá og sigraði með glæsilegri frammistöðu í seinni ferðinni og lauk keppni á tímanum 1:55.40 mín en Bandaríkjamaðurinn Walsh var ekki langt undan á tímanum 1:55.44 mín. og varð að láta sér duga silfrið.
Upphaflega stóð til að Hilmar myndi keppa í svigi þann 12. mars en sökum aðstæðna hefur keppnin hans verð færð til 13. mars sem er jafnframt síðasti keppnisdagur leikanna í Peking.