Dagana 6.-7. Nóvember hélt Hákon Atli Bjarkason borðtennismaður í víking til Stokkhólms þar sem hann tók þátt í Stockholm Para Games.
Þar lék Hákon í einliða- og tvíliðaleik en í tvíliðaleiknum lék hann ásamt Sebastian Vegsund sem er norskur landsliðsmaður. Hákon og Sebastian gerðu sér lítið fyrir og lönduðu bronsi eftir hörkubaráttu.
Í einliðaleik lenti Hákon í riðli með margföldum heims,- Evrópu- og Paralympic-meistara, Tommy Urhaug, frá Noregi og átti góðan leik en mátti sætta sig við tap 0-3 eins og allir mótherjar Urhaugs á mótinu.
Hákon komst uppúr sínum riðli og lék í undanúrslitum gegn David Ohlson frá Svíþjóð og var þar um hörkuleik að ræða og tapaði Hákon 1-3 eftir hörkuleik, má segja að þetta hafi verið hans besti leikur mótinu.
Hákon endaði því með tvö brons á leikunum og reynslunni ríkari eftir leiki gegn mönnum eins og Alexander Ögren og Tommy Urhaug.