Special Olympics Iceland og Iþróttasamband fatlaðra taka þátt í þriggja ára verkefni 2021 – 2023 , ,,Project Inclusion through sport of children with intellectual disabilities’ sem styrkt er af EEA & Norway Grant. Markmið verkefnisins er að vekja athygli og vinna að því að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku í íþróttastarfi. Þar gegna þjálfarar lykilhlutverki og eitt af verkefnum Íslands var að standa að þjálfararáðstefnu á Íslandi árið 2021.
Vegna aðstæðna var þjálfararáðstefnan haldin rafrænt og fór fram í dag. Það má segja að innlegg íslensku fulltrúanna hafi vakið mikla athygli. Viðbrögð við framlagi Íslands hafa í dag verið mjög sterk frá fulltrúum samstarfslanda sem fylgdust með ráðstefnunni og það er ljóst að þarna voru áhugaverðir fyrirlestrar í boði.
Kristinn Jónasson, körfuboltaþjálfari hjá Special Olympics liði Hauka í Hafnarfirði var með innlegg um aðkomu að starfi Special Olympics á Íslandi, uppbyggingu körfuboltaliðsins og sérhæfð ráð og ábendingar um þjálfun. Bára Fanney Hálfdánardóttir, þjálfari hjá Haukum er sálfræðingur hjá Greiningarstöð ríkisins og hennar innlegg var um gildi íþrótta út frá ýmsum áhugaverðum þáttum, s.s. líðan, uppbyggingu sjálfstrausts og gildi þess að halda áfram þó verkefni séu erfið. Sólný Pálsdóttir, móðir drengs með down syndrom sagði frá syni sínum og mikilvægi þess að eiga bróður á svipuðum aldri, samvinnu þeirra og ótrúlegum árangri. Hjördís Baldursdóttir og Hámundur Helgason, verkefnastjórar hjá Keflavík og UMFN sögðu frá nýju samstarfsverkefni félaganna sem byggir á íþróttatilboði fyrir börn með stuðningsþarfir.
Ástæða er til að skoða möguleika á að setja upp ráðstefnu fyrir íslenska þjálfara þar sem þessi innlegg eru fléttuð inn en margt kom þarna fram sem getur skipt máli við þjálfun barna og ungmenna með stuðningsþarfir
Special Olympics á Íslandi og Iþróttasamband fatlaðra þakka þessum glæsilegu fulltrúum fyrir þeirra framlag.
Samstarfslönd í verkefninu eru Rúmenía, Slóvakía, Litháen, Boznia Herzegovina og Montenegro en skrifstofa Special Olympics í Evrópu kemur einnig að verkefninu.
Meðfylgjandi er frá fyrirlestri Sólnýjar, mynd af Hilmari, körfubolta og fótboltamanni og frá fyrislestri Kristins, mynd af iðkendum hjá Haukum Hafnarfirði
The project ‘Inclusion through sport of children with intellectual disabilities’ funded by EEA and Norway Grants will lead to further inclusion opportunities like this in Iceland! . #EEANorwayGrants #FundforRegionalCooperation #inclusivesportsforchildren #SpecialOlympicsMotivationConsortium Fundatia Motivation Romania Special Olympics Romania