Heim 2. tbl 2021 Hákon með tvö brons í Svíþjóð

Hákon með tvö brons í Svíþjóð

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon með tvö brons í Svíþjóð
0
577

Dagana 6.-7. Nóvember hélt Hákon Atli Bjarkason borðtennismaður í víking til Stokkhólms þar sem hann tók þátt í Stockholm Para Games.
Þar lék Hákon í einliða- og tvíliðaleik en í tvíliðaleiknum lék hann ásamt Sebastian Vegsund sem er norskur landsliðsmaður. Hákon og Sebastian gerðu sér lítið fyrir og lönduðu bronsi eftir hörkubaráttu.

Í einliðaleik lenti Hákon í riðli með margföldum heims,- Evrópu- og Paralympic-meistara, Tommy Urhaug, frá Noregi og átti góðan leik en mátti sætta sig við tap 0-3 eins og allir mótherjar Urhaugs á mótinu.

Hákon komst uppúr sínum riðli og lék í undanúrslitum gegn David Ohlson frá Svíþjóð og var þar um hörkuleik að ræða og tapaði Hákon 1-3 eftir hörkuleik, má segja að þetta hafi verið hans besti leikur mótinu.

Hákon endaði því með tvö brons á leikunum og reynslunni ríkari eftir leiki gegn mönnum eins og Alexander Ögren og Tommy Urhaug.


Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…