Íþróttasamband fatlaðra er eitt af sérsamböndum ÍSÍ. Sérstaða ÍF miðað við önnur sérsambönd er sú, að ÍF hefur ekki aðeins með eina ákveðna íþróttagrein að gera heldur er ÍF fjölgreinasamband. ÍF er æðsti aðili um íþróttir fatlaðra og aðildarfélög sambandsins starfa hringinn í kringum landið. ÍF var stofnað árið 1979 en tvö af aðildarfélögum sambandsins eru eldri en ÍF sjálft. …