Kraftlyftingamót Special Olympics fer fram föstudaginn 15. nóvember kl. 14.00 í tengslum við heimsmeistaramót í kraftlyftingum sem fram fer í Ljónagryfjunni Reykjanesbæ dagana 11-16 nóvember. Þetta mun verða þriðja árið í röð sem Special Olympics dagur í kraftlyftingum er haldinn samhliða þessu heimsmeistaramóti. Kraftlyftingasamband Íslands hefur unnið markvisst með Íþróttasambandi fatlaðra og Special Olympics á Íslandi að því að efla …