Heim 2. tbl 2023 Björn tilnefndur til dómgæslu á Ólympíuleikunum

Björn tilnefndur til dómgæslu á Ólympíuleikunum

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Björn tilnefndur til dómgæslu á Ólympíuleikunum
0
803

Fjórir íslenskir sunddómarar hafa verið tilnefndir í stór verkefni og þeirra á meðal er Björn Valdimarsson meðlimur í sundnefnd Íþróttasambands fatlaðra. Björn hefur verið tilnefndur af SSÍ sem dómari við Ólympíuleikana í París 2024 sem og á HM50 sem fram fer í Doha 11.-17. febrúar á næsta ári.

Ingibjörg Ýr Pálmadóttir hefur þegar komist að sem dómari á EM25 sem fram í í Búkarest 5.-10. desember næstkomandi. Sótt hefur verið um dómarastörf fyrir þær Ragnheiði Birnu Björnsdóttur og Viktoríu Gísladóttur fyrir EM Masters í Malaga 19.-25. nóvember.

Hér eru á ferðinni reyndir dómarar sem hafa unnið ötullega fyrir sundíþróttina á Íslandi og er það ósk okkar hjá SSÍ og ÍF að allir komist að í þessum spennandi verkefnum sem eru framundan næsta árið.

Mynd/ Björn Valdimarsson meðlimur í sundnefnd Íþróttasambands fatlaðra hefur verið tilnefndur af SSÍ til dómgæslu á Ólympíuleikunum í París 2024.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…