Heim 2. tbl 2023 Miðasala er hafin á Paralympics 2024

Miðasala er hafin á Paralympics 2024

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Miðasala er hafin á Paralympics 2024
0
530

Í dag opnar miðasala fyrir Paralympics í París 2024 en leikarnir fara fram í Frakklandi dagana 28. ágúst – 8. september. Miðasalan fer fram á https://tickets.paris2024.org/en/

Ríflega hálf milljón miða verður í boði á verðbilinu 15-25 Evrur en vissulega verða sumir miðar á borð við opnunarhátíð, lokahátíð og sum úrslit dýrari. Hægt verður að kaupa m.a. „Discovery Pass” sem hleypir þér inn á nokkra mismunandi viðburði og eins fá Fjölskyldutilboð þar sem miðar fyrir börn verða á 10 Evrur eða minna.

Þeir sem ætla að tryggja sér miða er bent á að fara inn á https://tickets.paris2024.org/en/ og stofna þar sitt svæði og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar er að finna við miðakaupin. Hér má nálgast Login/Register hlutann

Enn er óljóst hvaða íslensku íþróttamenn muni vinna sér inn sæti við leikana og því er íslenskt afreksfólk úr röðum fatlaðra að vinna hörðum höndum að því að keppa á meðal þeirra bestu á næsta ári. ÍF mun greina vel og vandlega frá því um leið og ljóst er hverjir verði fulltrúar Íslands við Paralympics 2024.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…