Heim 1. tbl 2023 Arna og Arnar halda áfram að ryðja brautina í handahjólreiðum

Arna og Arnar halda áfram að ryðja brautina í handahjólreiðum

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Arna og Arnar halda áfram að ryðja brautina í handahjólreiðum
0
2,281

Nýverið fór fram Íslandsmótið í götuhjólreiðum. Mótið fór fram í þjóðgarðinum okkar Þingvöllum. Mótið var haldið af Tindi og í fyrsta sinn var einnig keppt á Íslandsmóti í handahjólreiðum þar sem þátttakendur voru þau Arna Sigríður Albertsdóttir og Arnar Helgi Lárusson.

Frábært framtak hjá Hjólreiðasambandi Íslands og Tindi og verður fróðlegt að sjá hvort ekki takist að fjölga þátttakendum í mótinu jafnt og örugglega næstu misserin.

Nánar um úrslit og fleiri tíðindi í frétt á heimasíðu Hjólreiðasambands Íslands

Mynd/HRÍ: Arnar og Arna við verðlaunaafhendinguna að loknu Íslandsmótinu í götuhjólreiðum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…