Heim 1. tbl 2023 Fulltrúar Íslands á HM í sumar

Fulltrúar Íslands á HM í sumar

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Fulltrúar Íslands á HM í sumar
0
1,027

Sjö glæsilegir fulltrúar Íslands standa í ströngu í sumar þegar Heimsmeistaramótin í frjálsum íþróttum, sundi og bogfimi fara fram. HM í sundi fer fram í Manchester í Bretlandi en frjálsar fara fram í París í Frakklandi. Heimsmeistaramótið í bogfimi verður svo haldið í Pilsen í Tékklandi.

Öll þessi heimsmeistaramót geta haft mikil áhrif á möguleika íþróttafólksins til þess að vinna sér inn sæti á Paralympics í París 2024 en lágmarkatímanum fyrir Paralympics lýkur þó ekki fyrr en á vormánuðum 2024.

Hér að neðan má sjá hóp Íslands sem mun láta til sín taka á heimsmeistaramótum sumarsins

HM í frjálsum 2023: 8.-17. júlí

Stefanía Daney Guðmundsdóttir – Eik
Ingeborg Eide Garðarsdóttir – Ármann

HM í bogfimi 2023: 17.-23. júlí

Þorsteinn Halldórsson – Hrói Höttur

HM í sundi 2023: 31. júlí – 6. ágúst

Már Gunnarsson – Guilford City
Sonja Sigurðardóttir – ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir – ÍFR

HM í hjólreiðum 2023: 3.-13. ágúst
Arna Sigríður Albertsdóttir – HFR

Mynd/ Jón Björn: Þorsteinn Halldórsson mun í sumar reyna af krafti við að vinna sér sæti á Paralympics 2024.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…