Heim 1. tbl 2023 Fulltrúar Íslands á HM í sumar

Fulltrúar Íslands á HM í sumar

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Fulltrúar Íslands á HM í sumar
0
798

Sjö glæsilegir fulltrúar Íslands standa í ströngu í sumar þegar Heimsmeistaramótin í frjálsum íþróttum, sundi og bogfimi fara fram. HM í sundi fer fram í Manchester í Bretlandi en frjálsar fara fram í París í Frakklandi. Heimsmeistaramótið í bogfimi verður svo haldið í Pilsen í Tékklandi.

Öll þessi heimsmeistaramót geta haft mikil áhrif á möguleika íþróttafólksins til þess að vinna sér inn sæti á Paralympics í París 2024 en lágmarkatímanum fyrir Paralympics lýkur þó ekki fyrr en á vormánuðum 2024.

Hér að neðan má sjá hóp Íslands sem mun láta til sín taka á heimsmeistaramótum sumarsins

HM í frjálsum 2023: 8.-17. júlí

Stefanía Daney Guðmundsdóttir – Eik
Ingeborg Eide Garðarsdóttir – Ármann

HM í bogfimi 2023: 17.-23. júlí

Þorsteinn Halldórsson – Hrói Höttur

HM í sundi 2023: 31. júlí – 6. ágúst

Már Gunnarsson – Guilford City
Sonja Sigurðardóttir – ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir – ÍFR

HM í hjólreiðum 2023: 3.-13. ágúst
Arna Sigríður Albertsdóttir – HFR

Mynd/ Jón Björn: Þorsteinn Halldórsson mun í sumar reyna af krafti við að vinna sér sæti á Paralympics 2024.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…