Alþjóðasumarleikar Special Olympics verða haldnir í Berlín dagana 17 – 24 júní 2023.
Eins og venja er verða haldnir undirbúningsleikar eða Pre Games ári áður eða í júni 2022.
Íþróttasamband fatlaðra sem er umsjónaraðili starfs Special Olympics á Íslandi hefur sent yfir 500 keppendur á leika Special Olympics þar sem keppt er í fjölmörgum greinum.
Nýjasta verkefnið sem getur hentað sérstaklega vel fámennum félögum er „unified“ keppni þar sem fatlaðir og ófatlaðir keppa saman. Ísland hefur átt fulltrúar í „unified“ keppni í badminton og golfi en tækifæri eru til keppni mörgum „unified“ greinum bæði einstaklings og liðakeppni. Einnig munu skapast ný tækifæri þegar fyrstu keppendur mæta til leiks í greinum sem Ísland hefur ekki tekið þátt áður en æfðar eru á Íslandi t.d. júdó. Dans er grein sem verið er að innleiða í hreyfinguna og gefur ný tækifæri á sviði keppni innanlands og erlendis.