Opna þýska meistaramótinu í sundi er lokið en Ísland átti þar nokkra fulltrúa við mótið. Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR fór mikinn í Berlín og kom heim með fjögur ný Íslandsmet í farteskinu.
Fleiri sundmenn syntu á og við sinn besta tíma á árinu en keppendur frá Íslandi við mótið ásamt Sonju voru þau Thelma Björg Björnsdóttir, Hjörtur Már Ingvarsson og Guðfinnur Karlsson. Þjálfarar í ferðinni voru þau Marinó Ingi Adolfsson og Ragnheiður Runólfsdóttir.
Íslandsmet
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, S3, 50m skriðsund: 1:10,38 mín.
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, S3, 100m baskund: 2:31,54 mín.
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, S3, 100m skriðsund: 2:36,09 mín.
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, S3, 200m skriðsund: 5:14,93 mín.
Mynd/ RR: Íslenski hópurinn í Berlín. Aftastur er Guðfinnur Karlsson en frá vinstri í fremri röð eru Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Hjörtur Már Ingvarsson.