Heim 1. tbl 2023 Fjögur ný met féllu á ÍM SSÍ og ÍF í sundi

Fjögur ný met féllu á ÍM SSÍ og ÍF í sundi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Fjögur ný met féllu á ÍM SSÍ og ÍF í sundi
0
306

Íslandsmót Sundsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalslaug í aprílbyrjun en síðustu ár hafa mótin verið haldin sameiginlega og gefið góða raun. Að þessu sinni féllu fjögur ný Íslandsmet á mótinu hjá sundfólki úr röðum fatlaðra.

Róbert Ísak Jónsson og Sigrún Kjartansdóttir settu bæði hvert sitt met en Sonja Sigurðardóttir sem nýverið var endurflokkuð úr flokki S4 í flokk S3 setti tvö ný Íslandsmet á mótinu.

Mótinu var streymt í beinni á Youtube-rás Sundsambands Íslands og má sjá streymin hér.

Íslandsmet á ÍM50 2023

Róbert Ísak Jónsson – SH/Fjörður – S14 – 50m flugsund: 26,56 sek.
Sigrún Kjartansdóttir – Fjörður – S16 – 200m skriðsund: 3:17,97 mín.
Sonja Sigurðardóttir – ÍFR – S3 – 100m baksund: 2:28,81 mín.
Sonja Sigurðardóttir – ÍFR – S3 – 50m skriðsund: l1:11,54 mín.

Myndasafn frá Íslandsmóti ÍF í sundi/ Davíð Eldur Baldursson

Mynd með frétt/ DEB: Sonja Sigurðardóttir í baksundi á ÍM50 2023

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Bocciaveisla á Akureyri

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu …