Heim 1. tbl 2023 Fjögur ný met féllu á ÍM SSÍ og ÍF í sundi

Fjögur ný met féllu á ÍM SSÍ og ÍF í sundi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Fjögur ný met féllu á ÍM SSÍ og ÍF í sundi
0
370

Íslandsmót Sundsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalslaug í aprílbyrjun en síðustu ár hafa mótin verið haldin sameiginlega og gefið góða raun. Að þessu sinni féllu fjögur ný Íslandsmet á mótinu hjá sundfólki úr röðum fatlaðra.

Róbert Ísak Jónsson og Sigrún Kjartansdóttir settu bæði hvert sitt met en Sonja Sigurðardóttir sem nýverið var endurflokkuð úr flokki S4 í flokk S3 setti tvö ný Íslandsmet á mótinu.

Mótinu var streymt í beinni á Youtube-rás Sundsambands Íslands og má sjá streymin hér.

Íslandsmet á ÍM50 2023

Róbert Ísak Jónsson – SH/Fjörður – S14 – 50m flugsund: 26,56 sek.
Sigrún Kjartansdóttir – Fjörður – S16 – 200m skriðsund: 3:17,97 mín.
Sonja Sigurðardóttir – ÍFR – S3 – 100m baksund: 2:28,81 mín.
Sonja Sigurðardóttir – ÍFR – S3 – 50m skriðsund: l1:11,54 mín.

Myndasafn frá Íslandsmóti ÍF í sundi/ Davíð Eldur Baldursson

Mynd með frétt/ DEB: Sonja Sigurðardóttir í baksundi á ÍM50 2023

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…