Heim 1. tbl 2022 Fulltrúar Special Olympics til Danmerkur með landsliði KRAFT

Fulltrúar Special Olympics til Danmerkur með landsliði KRAFT

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Fulltrúar Special Olympics til Danmerkur með landsliði KRAFT
0
907

Frábært samstarfsverkefni SOI – Special Olympics International og IPF – International Powerlifting Federation!

Íslenska landsliðið í kraftlyftingum er á förum til Viborg í Danmörku þar sem heimsmeistaramót IPF í kraftlyftingum fer fram 14-19 nóvember nk. Keppendur eru þau Sóley Margrét Jónsdóttir, Alex Cambray Orrason og Guðfinnur S Magnússon.

Í tengslum við HM verður haldið  kraftlyftingamót á vegum Special Olympics International og er ánægjulegt að geta sagt frá þátttöku tveggja íslenskra keppenda á því móti. Það eru þau María Sigurjónsdóttir og Jón Ingi Guðfinnsson frá íþróttafélaginu Suðra á Selfossi en með í för verður Örvar Arnarson, þjálfari þeirra. 

Í  maí 2022 gerðu KRAFT og Íþróttasamband fatlaðra með sér samstarfssamning með það fyrir augum að efla og auka þjónustu við fatlaða kraftlyftingamenn og -konur og er þessi þátttaka liður í því.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir keppendur taka þátt í þessu móti en Special Olympics samtökin hafa unnið að auknu samstarfi við alþjóðasamtök í ýmsum greinum. Samstarfsverkefni KRAFT, ÍF og Special Olympics á Íslandi kringum HM í Danmörk er spennandi skref í átt að fleiri framtíðarverkefnum.  Íslensku keppendurnir eru þarna í félagsskap besta kraftlyftingafólks heims þar sem barist er um heimsmeistaratitla.

Special Olympics samtökin byggja á keppni jafningja og val keppenda á leika Special Olympics byggir ekki á árangri, heldur góðri mætingu, framförum og góðri félagslegri hegðun.  Það er því mjög áhugavert að tengja þessi tvö mót saman þar sem forsendur til keppni eru mismunandi en metnaður og markmið þau sömu.

Þau María og Jón Ingi hafa æft lyftingar hjá íþróttafélaginu Suðra á Selfossi undanfarin ár en þar hefur Örvar Arnarson, þjálfari hefur  byggt upp öfluga lyftingadeild.

Þau María og Jón Ingi munu keppa í sínum greinum, föstudaginn 18 nóvember.

Alls mæta 10 keppendur á þetta kraflyftingamót Special Olympicsen en þeir eru frá  Svíþjóð , Bretlandi og Bandaríkjunum auk Íslands.

Landslið Íslands keppir sem hér segir;
Miðvikudaginn 16.nóvember: Alex Cambray Orrason, -93kg flokki
Laugardaginn 19.nóvember:Sóley Margrét Jónsdóttir, +84kg flokki og Guðfinnur Snær Magnússon, +120kg flokki. 

Streymi verður frá keppninni

Á myndinni eru f.v. Örvar þjálfari, Jón Ingi og María

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

NÝTT  Á ÍSLANDI, Unified Schools

Special Olympics á Íslandi hóf í haust innleiðingu á verkefninu Unified Schools sem er alþ…