Heim 1. tbl 2022 Fjörður bikarmeistari 2022

Fjörður bikarmeistari 2022

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Fjörður bikarmeistari 2022
0
942

Flokka- og bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Ásvallalaug um síðastliðna helgi. Íþróttafélagið Fjörður varð þá bikarmeistari og eitt nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós.

Fjörður hlaut 707 stig í bikarkeppninni en í 2. sæti var ÍFR með 340 stig og Ösp hafnaði í 3. sæti með 192 stig. Óðinn varð í fjórða sæti með 92 stig og Ármann hafnaði í 5. sæti með 32 stig.

Sundkonan Sonja Sigurðardóttir setti eina Íslandsmet mótsins en það gerði hún í 200m skriðsundi S4 þegar hún synti á tímanum 4:49.04 mín.

Hér má nálgast úrslit mótsins

Við ræddum við Guðfinn Karlsson sundmann úr Firði og Sonju Sigurðardóttur sundkonu frá ÍFR en bæði eru þau á leið á HM í sundi í Portúgal þann 8. júní næstkomandi:

Viðtal við Guðfinn

https://www.facebook.com/IthrottasambandFatladra/videos/417666096613933/

Viðtal við Sonju

https://www.facebook.com/IthrottasambandFatladra/videos/564665218355686/

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…